- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Portúgalar dæma fyrsta leik Íslands – Danir fá stórleikinn í Düsseldorf

Marknet í Laugardalshöll. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Portúgalska dómaraparið Daniel Accoto Martins og Roberto Accoto Martins dæma fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í handknattleik gegn Serbum á föstudaginn.

Handknattleikssamband Evrópu gaf út í dag hvaða dómarar dæma þrjá fyrstu keppnisdaga mótsins, þ.e. í fyrstu umferðinni.

Anton og Jónas bíða

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson eru ekki á meðal þeirra dómara sem verða í eldlínunni í upphafi mótsins. Þeir eru eitt 18 para sem dæma á mótinu.

Danirnir Mads Hansen og Jesper Madsen dæma stórleikinn á milli Þýskalands og Sviss fyrir framan liðlega 53 þúsund áhorfendur í Düsseldorf. Þá verður sett heimsmet í aðsókn á handboltaleik.

Upphafsleik EM, milli Frakka og Norður Makedóníumanna, dæma Svíarnir Mirza Kurtagic Mattias Wetterwik. Sú viðureign hefst í Düsseldorf á undan viðureign Þýskalands og Sviss á sama keppnisstað.

Hér er hægt að sjá skrá yfir dómara á þremur fyrstu umferðum Evrópumótsins sem hefst í Þýskalandi á morgun, miðvikudag.

EM í handknattleik karla hefst 10. janúar í Düsseldorf í Þýskalandi og stendur til 28. janúar. 
Leikir Íslands í C-riðli EM í München:
12.jan.: Ísland – Serbía, kl. 17.
14.jan.: Ísland – Svartfj. land, kl. 17.
16.jan.: Ísland – Ungv.land, kl. 19.30.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -