- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rær á önnur mið í sumar

Hannes Jón Jónsson hefur ákveðið að láta gott heita hjá Bietigheim. Mynd/Bietigheim
- Auglýsing -

Hannes Jón Jónsson heldur ekki áfram þjálfun þýska handknattleiksliðsins Bietigheim eftir að núverandi samningur hans við félagið rennur út um mitt þetta ár. Frá þessu er greint í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í morgun.

Hannes Jón tók við Bietigheim í slæmri stöðu í efstu deild í febrúar 2019 og tókst ekki þrátt fyrir vasklega varnarbaráttu að forða liðinu frá falli. Eftir sérstakt tímabil 2019/2020 tókst Bietigheim ekki að endurheimta sæti sitt í efstu deild.


Kórónuveiran hefur sett talsvert strik í reikninginn hjá Bietigheim á yfirstandandi leiktíð. Hafa liðsmenn oftar en einu sinni mátt fara í sóttkví vegna smita sem komið hafa upp hjá liðinu. Sem stendur situr Bietigheim í sjötta sæti 2. deildar með 16 stig að loknum 14 leikjum eftir að hafa unnið sjö af síðustu níu leikjum sínum.

Hannes Jón stendur á fertugu. Hann þjálfaði West Wien í Austurríki frá 2015 til 2019 þangað til hann tók við þjálfun Bietigheim sem er í nágrenni Stuttgart. Áður en Hannes fór til Austurríkis hafði hann leikið í alls sjö ár með Hannover-Burgdorf og Eisenach auk þess að leika með West Wien fyrsta tímabilið eftir að hann tók við þjálfun liðsins. Einnig lék Hannes Jón með félagsliðum í Danmörku og í Noregi um skeið auk Selfoss og ÍR hér heima á sínum tíma.

Ekki liggur fyrir hver tekur við starfi Hannesar Jóns hjá Bietigheim né hvað tekur við hjá honum.

Aron Rafn Eðvarðsson markvörður leikur með Bietigheim.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -