Ragnar Hermannsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Hauka í handknattleik. Tekur hann við af Gunnari Gunnarssyni sem stýrði liðinu í tvö ár. Ragnar hefur síðastliðið ár starfað sem afreksþjálfari yngri leikmanna Hauka, jafnt í karla sem kvennaflokki.
Haukar greina frá ráðningu Ragnars í kvöld á samfélagsmiðlun sínum.
Ragnar þjálfaði kvennalið Hauka 2001-2002 og aftur 2004-2005. Hann hefur einnig m.a. þjálfað kvennalið Stjörnunnar en lítið verið í sviðsljósinu síðustu árin.
Díana Guðjónsdóttir heldur áfram sem aðstoðarþjálfar kvennaliðsins samhliða því að starfa sem yfirþjálfari handknattleiksdeildarinnar.
- Auglýsing -