Flautað verður til leiks á Ragnarsmótinu í handknattleik í Set-höllinni á Selfossi í kvöld. Mótið er haldið í 34. sinn og hefur það fyrir löngu skipað sér sess sem traust áminning um að óðum styttist í að Íslandsmótið hefst á nýjan leik.
Selfoss tekur á móti Aftureldingu í upphafsleik mótsins klukkan 18.30 í kvöld. Síðan rekur hver viðureignin aðra allt fram á laugardag þegar leikið verður til úrslita. Fram, ÍBV, KA og Hörður senda einnig lið til þátttöku í mótinu.
Frítt er inn á leiki Ragnarsmótsins og að vanda verða þeir í beinni útsendingu á Selfoss TV.
Ragnarsmótið er haldið til minningar um Ragnar Hjálmtýsson efnilegan handknattleiksmann frá Selfoss sem lést í bílslysi árið 1988, aðeins 18 ára gamall. Hér má lesa meira um Ragnarsmótið.
Dagskrá Ragnarsmóts karla 2022
15. ágúst – mánudagur:
18.30 Selfoss – Afturelding.
16. ágúst – þriðjudagur:
17.45 Fram – ÍBV.
17. ágúst – miðvikudagur:
18.30 Selfoss – KA.
20.15 Fram – Hörður.
18. ágúst – fimmtudagur:
18.30 KA – Afturelding.
19. ágúst – föstudagur:
18.30 ÍBV – Hörður.
20. ágúst – laugardagur:
12.00 Leikið um 5. sæti.
14.00 Leikið um 3. sæti.
16.00 Leikið um 1. sæti.
Ragnarsmótið í kvennaflokki hefst þriðjudaginn 30. ágúst.