Selfoss vann Aftureldingu örugglega í eina leik Ragnarsmótsins í handknattleik karla í gærkvöldi, 33:24.
Selfyssingar byrjuðu leikinn af krafti og slitu sig fljótt frá Mosfellingum. Sjö marka munur var á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 18:11. Sigurinn var aldrei í hættu og sigldu Selfyssingar öruggum níu marka sigri í hús, 33:24.
Afturelding hefur þar með tapað báðum leikjum sínum á mótinu. Selfoss er með einn vinning og eitt tap.
Mörk Selfoss: Ragnar Jóhannsson 5, Einar Sverrisson 4, Hergeir Grímsson 3, Sigurður Snær Sigurjónsson 3, Arnór Logi Hakonarson 3, Vilhelm Freyr Steindórsson 3, Elvar Elí Hallgrímsson 3, Sæþór Atlason 2, Karolis Stropus 2, Gunnar Flosi Grétarsson 2, Hans Jörgen Ólafsson 2, Alexander Egan 1.
Mörk Aftureldingar: Úlfar Páll Monsi 5, Hamza Kablouti 4, Bergvin Þór Gíslason 4, Árni Bragi Eyjólfsson 3, Haraldur Björn 2, Stefán Scheving 2, Ingi Rúnarsson 1, Gunnar Malmquist 1, Ágúst Björgvinsson 1, Gunnar Pétur 1.
Einn leikur verður á dagskrá Ragnarsmótsins í kvöld. Haukar og ÍBV mætast klukkan 18. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Selfosstv.
Á morgun, laugardag, verður leikið um sæti á mótinu, kl. 12, 14 og 16.