- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rakel Dögg gengur til liðs við Fram

Rakel Dögg Bragadóttir handsalar samning sinn við Bjarna Kristin Eysteinsson, formann handknattleiksdeildar Fram. Mynd/Fram
- Auglýsing -

Rakel Dögg Bragadóttir hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fram frá og með næsta tímabili. Hún mun starfa við hlið Stefáns Arnarsonar aðalþjálfara sem þjálfað hefur Framliðið um árabil. Þetta verður í fyrsta sinn sem Rakel Dögg vinnur fyrir annað félag hér á landi. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við Fram.


Rakel Dögg þjálfaði síðast hjá Stjörnunni en hætti í janúar eftir að hafa þjálfað meistaraflokksliðið frá 2019, reyndar í samstarfi við Sebastian Alexandersson leiktíðina 2019/2020.


Rakel Dögg, sem verður 36 ára á þessu ári, lék lengi með Stjörnunni og spilaði stórt hlutverk, meðal annars þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari 2007 og 2008. Hún er ein reynslumesta handknattleikskona landsins og á m.a. 102 landsleiki og var fyrirliði landsliðsins um árabil og tók þátt í tveimur stórmótum. Einnig lék Rakel Dögg um árabil við góðan orðstír með norskum og dönskum úrvalsdeildarliðum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -