- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rakel Sara skoraði fjórum sinnum hjá Evrópumeisturunum

Rakel Sara Elvarsdóttir klæðist búningi KA/Þórs á ný á næsta keppnistímabili. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Rakel Sara Elvarsdóttir skoraði fjögur mörk í kvöld hjá Evrópumeisturum Vipers Kristiansand þegar þeir sóttu Rakel og félaga heim til Volda í kvöld í þriðju umferð norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Volda tapaði leiknum með 10 marka mun, 34:24, og getur vafalaust bærilega við unað enda er ár og dagur síðan nokkurt lið í Noregi stóð upp í hárinu á lands- og Evrópumeisturum Vipers Kristiansand.


Katrín Tinna Jensdóttir skoraði eitt mark fyrir Volda sem hefur tvö stig eftir þrjá leiki. Þriðji Íslendingurinn í leikmannahópi Volda, Dana Björg Guðmundsdóttir, skoraði ekki mark að þessu sinni. Þjálfari Volda er Halldór Stefán Haraldsson og honum til aðstoðar er Hilmar Guðlaugsson.


Storhamar, sem hefur Axel Stefánsson í hlutverki annars af þjálfurum sínum, gerði jafntefli við Larvik á útivelli, 29:29. Storhamar er í fjórða sæti úrvalsdeildar með þrjú stig eftir þrjá leiki.

Örn tapaði en Kolstatfélagar unnu


Örn Vésteinsson Östenberg skoraði eitt mark þegar Haslum tapaði fyrir Bækkelaget, 34:28, á heimavelli síðarnefnda liðsins í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.


Sigvaldi Björn Guðjónsson og Janus Daði Smárason höfðu það náðugt þegar Kolstad vann smáliðið Rapp, 39:18, í annarri umferð norsku bikarkeppninnar á útivelli í kvöld. Hvorugur þeirra skoraði mark og komu þeir reyndar lítið við sögu.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -