Þórsarar jöfnuðu metin í úrslitum umspilseinvígis liðsins við Fjölni í kvöld með sigri á Íþróttahöllinni á Akureyri, 25:20, eftir að hafa verið sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 12:6. Þar með hefur hvort lið einn vinning. Þau mætast í þriðja sinn í Fjölnishöllinni á föstudagskvöld klukkan 19.30. Vinna þarf þrjá leiki til þess að öðlast sæti í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili.
Þórsarar réðu lögðu og lofum frá fyrstu mínútu og fyrri hálfleikinn á enda. Þeir komust í 5:2 og 8:2, þegar 20 mínútur voru liðnar. Fjölnismenn náðu sér alls ekki á strik og komust ekki upp með sinn sóknarleik sem þeir sýndu í fyrsta leiknum.
Eftir tæpar tíu mínútur í síðari hálfleik var forysta Þórs níu mörk, 18:9. Það var leikmönnum Fjölnis um megn að brúa bilið á þeim leiktíma sem eftir var eins og þeir spiluðu úr sínum spilum.
Að sögn Akureyri.net voru um 500 áhorfendur á leiknum, rífandi góð stemning eins og á fyrsta leiknum í Fjölnishöllinni.
Mörk Þórs: Aron Hólm Kristjánsson 10, Arnór Þorri Þorsteinsson 4, Brynjar Hólm Grétarsson 3, Friðrik Svavarsson 3, Jón Ólafur Þorsteinsson 2, Garðar Már Jónsson 1, Halldór Kristinn Harðarson 1, Þormar Sigurðsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 13, 39,4%.
Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 5, Elvar Þór Ólafsson 5, Alex Máni Oddnýjarson 2, Haraldur Björn Hjörleifsson 2, Dagur Logi Sigurðsson 2, Viktor Berg Grétarsson 2, Tómas Bragi Starrason 1.
Varin skot: Sigurður Ingiberg Ólafsson 9, 26,5%.
Sjá einnig:
Umspil Olís kvenna: leikjadagskrá og úrslit
Umspil Olís karla: leikjadagskrá og úrslit
Olís kvenna: Úrslitakeppni, leikjadagskrá
Olís karla: Leikjadagskrá, úrslitakeppni