- Auglýsing -
- Auglýsing -

Refsa fyrir hver mistök

Elín Klara Þorkelsdóttir og Thea Imani Sturludóttir t.h. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Því miður þá misstum við sænska liðið alltof langt frá okkur þegar á leið síðari hálfleikinn,“ sagði Thea Imani Sturludóttir leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir 13 marka tap, 37:24, fyrir sænska landsliðinu í fyrri viðureign liðanna í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik á Ásvöllum í gærkvöld.

„Sænska landsliðið er afar vel samæft og refsar miskunnarlaust fyrir hver mistök sem andstæðingurinn gerir. Ef okkur tókst ekki að skora eða ljúka sóknum á almennilegan hátt þá var okkur harkalega refsað.

Við verðum að vanda mikið betur sendingar okkar á milli. Það kemur þegar við leikum oftar og meira saman. Að þessu sinni komu inn nýir leikmenn og aðrar voru í meiri hlutverkum en áður. Það er gott að fá fleiri inni í hópinn okkar, nokkuð sem styrkir okkur til framtíðar,“ sagði Thea Imani Sturludóttir landsliðskona að loknum 75. landsleik sínum á Ásvöllum í gær.

Íslenska landsliðið fór til Svíþjóðar í morgun og leikur öðru sinni við sænska landsliðið í Karlskrona á laugardaginn klukkan 13.

Staðan í 7. riðli undankeppni EM:

Svíþjóð3300113:616
Ísland320184:744
Færeyjar310277:812
Lúxemborg300347:1050

Fyrsti landsleikurinn – fyrsta markið, myndir

Óþarflega stórt tap á Ásvöllum – myndir

EM kvenna ’24: Úrslit og staðan – 3. umferð

Þetta var alltof mikið

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -