- Auglýsing -
- Auglýsing -

Reistad og Gidsel valin best hjá IHF

Norska landsliðskonan í handknattleik, Henny Reistad, handknattleikskona ársins 2023. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Norska handknattleikskonan Henny Reistad og danski handknattleikskarlinn Mathias Gidsel hafa verið útnefnd handknattleiksfólk ársins 2023 hjá Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF, Niðurstaða valsins var tilkynnt í dag og kom vart á óvart. Bæði fóru og fara enn á kostum með landsliðum sínum og félagsliðum sínum.

Reistad var t.d. valin besti leikmaður heimsmeistaramóts kvenna í desember og bar ógnarsterkt norskt landsliðið stundum á herðum sér, m.a. í undanúrslitaleiknum við Dani. Hún skoraði 15 mörk í 17 skotum í 29:28 sigri sem fleytti norska landsliðinu í úrslitaleikinn við Frakka. Einnig hefur Reistad átt frábært tímabil með danska meistaraliðinu Esbjerg, jafnt í dönsku úrvalsdeildinni sem og í Meistaradeild Evrópu. Reistad er ekki aðeins afburða sóknarkona heldur einnig afar öflug í vörninni.

Sú sjöunda frá Noregi

Reistad er sjöunda norska handknattleikskonan sem valin er sú besta hjá IHF. Hinar eru Trine Haltvik, Cecilie Leganger, Gro Hammerseng, Linn-Kristin Riegelhuth, Heidi Løke og Stine Bredal Oftedal.

Taplaus á HM

Gidsel skaut fram á sjónarsviðið árið 2020. Síðan hefur frægðasól hans risið jafnt og þétt en segja má að hann hafi stimplað sig inn í hóp allra bestu handknattleikskarla strax á HM 2021 í Egyptalandi þegar Danir urðu heimsmeistarar í annað sinn í röð. Síðan hefur Gidsel jafnt og þétt nálgast leiðtogahlutverk innan danska landsliðsins sem stendur flestum öðrum landsliðum snúning. Danir hafa ekki tapað í síðustu 30 leikjum í lokakeppni HM.

Daninn Mathias Gidsel fremsti handknattleikskarl ársins 2023 að mati IHF. Ljósmynd/EPA

Gidsel hafa ekki haldið nokkur bönd með Füchse Berlin. Hann er á meðal marka- og stoðsendingahæstu leikmanna þýsku 1. deildarinnar.

Færeyingar eiga efnilegasta handboltakarl heims

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -