- Auglýsing -
- Auglýsing -

Færeyingar eiga efnilegasta handboltakarl heims

Elias Ellefsen á Skipagøtu, fremstur á myndinni, var valinn efnilegasti handknattleiksmaður heims af IHF. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Færeyski handknattleikskarlinn Elias Ellefsen á Skipagøtu og franska handknattleikskonan Léna Grandveau eru efnilegasta handknattleiksfólk heims um þessar mundir. Sú er alltént niðurstaðan í kjöri Alþjóða handknattleikssambandsins í vali á efnilegasta handknattleiksmönnum ársins 2023.

Leiðtogi færeyska landsliðsins

Elias, sem gekk til liðs við þýsku meistarana THW Kiel á síðasta sumri, hefur farið fyrir færeyska karlalandsliðinu sem hefur náð frábærum árangri á síðustu árum í stórsókn sinni á handknattleiksvöllum Evrópu. Hann er leiðtogi landsliðsins sem braut blað í íþróttasögu Færeyja þegar liðið tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótinu sem fram fór í Þýskalandi í janúar.

Færeyingar eru fámennsta þjóð sem hefur unnið sér sæti í lokakeppni stórmóts í handknattleik.

Allt í öllu á HM 21 árs liða

Elias hefur einnig leitt yngri landslið Færeyja á síðustu árum til afreka á stórmótum yngri landsliða. Hann var markahæsti leikmaður heimsmeistaramóts 21 árs landsliða á síðasta sumri með 55 mörk auk þess að gefa 48 stoðsendinga. Fyrir vikið var hann verðskuldað valinn í úrvalslið heimsmeistaramótsins. Færeyska landsliðið hafnaði í sjöunda sæti en var afar nærri sæti í undanúrslitum.

Léna Grandveau á fullri ferð með franska landsliðinu á HM í Danmörku í desember. Ljósmynd/EPA

Franskt ungstirni slær í gegn

Grandveau, sem varð 21 árs gömul 21. janúar leikur með Nantes í heimalandi sínu en engu að síður undir smásjá stærstu félagsliða Evrópu. Hún tók þátt EM A-landsliða 2022 og var í stóru hlutverki í franska landsliðinu þegar það varð heimsmeistari í desember eftir sigur á norska landsliðinu í úrslitaleik. Grandveau skoraði m.a. fimm mörk í úrslitaleiknum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -