- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rétt misstu af undanúrslitum

Elliði Snær Viðarsson leikmaður Gummersbach og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Gummersbach rétt missti af sæti í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í kvöld þegar liðið tapaði fyrir 1. deildarliðinu HC Erlangen, 29:27, á heimavelli í átta liða úrslitum keppninnar. Leikmenn Erlangen skoruðu tvö síðustu mörk leiksins en Gummersbach var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:12.


Erlangenliðið fór fljótlega í síðari hálfleik að saxa á forskot Gummersbach. Úr varð jafn leikur þar sem Gummersbach lenti þó skrefi á eftir á kafla.
Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö mörk úr jafnmörgum tilraunum fyrir lið Gummersbach. Einnig átti hann eina stoðsendingu og var einu sinni vísað af leikvelli.


Hákon Daði Styrmisson sleit krossband í desember og leikur ekki meira með Gummersbach á keppnistímabilinu.


Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach.


Tveir leikir verða á morgun í átta liða úrslitum bikarkeppninnar. Magdeburg fær GWD Minden í heimsókn og Kiel sækir Rhein-Neckar Löwen heim. Viðureign bikarmeistara Lemgo og Melsungen, sem átti að fara fram á morgun, var frestað á föstudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -