- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Reyndist löndum sínum erfiður

Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar í þýska meistaraliðinu SC Magdeburg unnu í dag Gummersbach með 12 marka mun á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 41:29. Gísli Þorgeir Kristjánsson reyndist löndum sínum í Gummersbach-liðinu erfiður. Hann skoraði sjö mörk, gaf þrjár stoðsendingar og var einu sinni vikið af leikvelli í leiknum. Hollendingurinn Kay Smits skoraði 11 mörk fyrir Magdeburg. Hann hefur nýtt vel tækifæri sitt eftir að Ómar Ingi Magnússon meiddist.


Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach og Hákon Daði Styrmisson eitt. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar Gummersbach.

Enn jókst spennan á toppnum

Aukin spenna hljóp í toppbaráttu deildarinnar þegar Kiel vann efsta liðið Füchse Berlin, 36:29, á heimavelli. Niklas Landin átti stórleik í marki Kiel og var með 44% markvörslu.


Kiel er þar með komið í annað sæti deildarinnar með 38 stig eftir 23 leiki. Magdeburg er þar á eftir með 37 stig, einnig að loknum 23 leikjum. Füchse Berlin er efst með 39 stig en hefur lokið 24 leikjum. Rhein-Neckar Löwen er í fjórða sæti með 37 stig að eftir 24 leiki. Kiel hefur þar með tapað fæstum stigum af toppliðunum, alls átta. Füchse Berlin og Magdeburg eru með níu töpuð stig hvort og Rhein-Neckar Löwen hefur mátt sjá á eftir 11 stigum eins og Flensburg sem situr í fimmta sæti. Hvert lið leikur 34 leiki í deildinni.

Teitur Örn á meðal markaskorara

Flensburg vann Lemgo, 34:27, á heimavelli. Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark fyrir Flensburg liðið. Hinn dansk/þýski Hans Aaron Mensing átti enn einn stórleikinn. Hann skoraði 11 mörk fyrir Flensburg.

Ekki langt frá fyrsta sigri ársins

Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk þegar Melsungen færðist nær sínum fyrsta sigri í deildinni á árinu með jafntefli við Hannover-Burgdorf, 26:26, á heimavelli síðarnefnda liðsins. Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki fyrir Melsungen í leiknum.

Heiðmar Felixson aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf var að vanda á tánum á hliðarlínunni. Liðið er í sjötta sæti deildarinnar og hefur sannarlega komið mörgum á óvart.


Róður GWD Minden í næst neðsta sæti þyngdist frekar en hitt í dag þegar Wetzlar vann Stuttgart, 30:28, á útivelli. Þar með er fjögurra stiga munur á Wetzlar og GWD Minden í 16 og 17. sæti. Minden á að vísu tvo leiki til góða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -