- Auglýsing -

Reynir tekur við dómaranefnd af Ólafi Erni

- Auglýsing -


Reynir Stefánsson fyrrverandi varaformaður HSÍ hefur tekið við formennsku í dómaranefnd HSÍ. Reynir staðfesti þetta við handbolta.is í kvöld en Handkastið sagði fyrst frá.


Dómaranefndin hefur verið án formanns síðan Ólafur Örn Haraldsson sagði skyndilega af sér í lok maí í kjölfar þess að hann var óánægður með að ekki væri tekið á ummælum Einars Jónssonar þjálfara Fram um dómara leiksins í leikhléi í annarri viðureign Fram og Vals um Íslandsmeistaratitilinn. Ólafur vildi að þeim yrði vísað til aganefndar en aðrir stjórnarmenn HSÍ voru á öðru máli. „Staðan var bara þannig að ég gat eiginlega ekki gert annað,“ sagði Ólafur Örn við handbolta.is á sínum tíma um afsögnina.

Formaður dómaranefndar hefur sagt sig úr stjórn HSÍ

Gjörþekkir starfið

Reynir gjörþekkir til dómaranefndar HSÍ eftir að hafa leitt nefndina frá 2018 til 2022 er hann tók við sem varaformaður HSÍ í kjölfar fráfalls Davíðs Gíslasonar. Reynir gaf ekki kost á sér til endurkjörs á ársþingi í vor.

Með Reyni í dómaranefnd verða: Magnús Kári Jónsson, Kristján Gaukur Kristjánsson, Hlynur Leifsson og Halldór Harri Kristjánsson.

Kristján Gaukur, sem situr í nefndinni, var formaður frá 2022 til 2024 þegar Ólafur Örn tók við.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -