Handknattleiksmaðurinn Reynir Þór Stefánsson er orðinn gjaldgengur með þýska handknattleiksliðinu MT Melsungen. Hann gekk til liðs við félagið í sumar en félagaskipti hans hafa ekki gengið í gegn á milli handknattleikssambanda Íslands og Þýskalands fyrr en í síðustu viku, eftir því sem fram kemur á félagaskiptasíðu HSÍ.
Reynir Þór var lykilmaður hjá Fram á síðustu leiktíð þegar liðið varð Íslands- og bikarmeistari. Hann var valinn besti leikmaður Olísdeildar í lok leiktíðar og var einnig metinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar um Íslandsmeistaratitilinn.
Reynir Þór flutti út til Þýskalands í sumar en ekki virðist hafa legið á að ljúka formlegum félagaskiptum á milli landa fyrr en á dögunum.
Reynir Þór margverðlaunaður á uppskeruhófi HSÍ