Reynir Þór Stefánsson tók þátt í sínum fyrsta handboltaleik í kvöld frá 22. maí er hann lék með MT Melsungen í sigurleik á HF Karlskrona í 5. umferð Evrópudeildar karla í handknattleik. Reynir Þór skoraði fimm mörk í frumraun sinni með Melsungen sem vann, 35:34, á heimavelli.
Reynir Þór lék síðast keppnisleik með Fram í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. Hann samdi við þýska liðið í vor og gekk til liðs við það sumar. Reynir Þór var svo óheppinn að fá gollurshússbólgu í sumar eins og hann sagði frá í samtali við handbolta.is. Veikindin og afleiðingar þeirra hafa haldið Reyni Þór frá keppni þangað til í kvöld að hann lék sinn fyrsta leik með MT Melsungen.
MT Melsungen er öruggt áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir að hafa unnið allar fimm viðureignir sínar til þessa.
Evrópudeild karla “25 – riðlakeppni 32-liða – 5. umferð, úrslit, staðan



