Einn nýliði er íslenska landsliðshópnum í handknattleik karla sem Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari valdi til leikjanna tveggja við Bosníu og Georgíu 7. og 11. maí í undankeppni Evrópumótsins. Reynir Þór Stefánsson, Fram, er nýliðinn.
Aron Pálmarsson er tæpur vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann síðustu vikur. Eftir samtöl milli Arons og Snorra Steins var ákveðið að hann fengi frí frá landsliðinu að þessu sinni. Elliði Snær Viðarsson er einnig á sjúkralista. Sigvaldi Björn Guðjónsson var ekki valinn að þessu sinni. Þess i stað valdi Snorri Steinn þrjár hægri skyttur með það í huga a.m.k. ein þeirra geti hlaupið í skarðið með Óðni Þór Ríkharðssyni.
Arnar Freyr Arnarsson kemur einnig inn í hópinn að þessu sinni en hann hefur ekki verið í landsliðinu síðan fyrir heimsmeistaramótið í janúar. Arnar Freyr meiddist nokkrum dögum áður en mótið hófst.
Alls valdi Snorri Steinn 19 leikmenn í leikina tvo sem standa fyrir dyrum. Af þeim fara 18 til Sarajevo hvar landsiðið kemur saman mánudaginn 5. maí. Markvörðurinn Ísak Steinsson kemur til móts við íslenska liðið áður en síðari leikurinn verður við Georgíu í Laugardalshöll 11. maí.
Fleiri breytingar eru á landsliðshópnum frá síðasta verkefni þegar margir leikmenn voru fjarverandi vegna meiðsla.
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Val.
Ísak Steinsson, Drammen HK.
Viktor Gísli Hallgrímsson, Wisla Plock.
Aðrir leikmenn:
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting.
Stiven Tobar Valencia, Benfica.
Andri Már Rúnarsson, Leipzig.
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen.
Þorsteinn Leó Gunnarsson, FC Porto.
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen.
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia HK.
Ýmir Örn Gíslason, Göppingen.
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg.
Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest.
Reynir Þór Stefánsson, Fram.
Janus Daði Smárason, Pick Szeged.
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, Skanderborg AGF.
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg.
Viggó Kristjánsson, HC Erlangen.
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen.