- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Riddararnir sóttu tvö stig í Garðinn – tvö rauð spjöld

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Leikmenn Hvíta riddarans gerðu það gott í fyrsta leik sínum á Íslandsmótinu í handknattleik karla í kvöld þegar þeir sóttu Víðismenn heim í Garðinn og tóku tvö stig með sér heim í Mosfellsbæinn í öðrum leik 2. deildar karla. Keppni í deildinni hófst í gærkvöld. Lokatölur, 30:27, fyrir Hvíta riddarann. Víðir var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:13.


Svo virðist sem mönnum hafi runnið í skap í leikslok því samkvæmt HBStatz fengu tveir leikmenn, einn úr hvoru liði, rautt spjald, eftir að leiktíminn var úti. Annars vegar Alexander Már Sigurgeirsson markvörður Víðis og hinsvegar Daníel Þór Knútsson liðsmaður Hvítu riddarana. Vonandi er þetta ekki eitthvað sem koma skal í leikjum liðanna í vetur.

Meðal þeirra sem létu til sín taka í sóknarleik Hvítu riddaranna voru Davíð Svansson sem þekktari er sem markvörður en sem útispilari og Örn Ingi Bjarkason sem gerði garðinn frægan með Aftureldingu og FH áður en hann neyddist til að leggja handboltann til hliðar vegna þrálátra hnémeiðsla.

Hvítu riddararnir skoruðu fjögur fyrstu mörk síðari hálfleiks og gáfu ekki eftir forskot sitt eftir það. Mestur varð munurinn um skeið fimm mörk, 26:21.


Mörk Víðis: Szymon Kowal 7, Orfeus Andreou 5, Eiður Björgvin Jónsson 5, Milan Medic 5, Gísli Arnar Skúlason 2, Stefán Svanberg Kjartansson 2, Mohamed Ali Chagra 1.
Varin skot: Alexander Már Sigurgeirsson 10, Andri Snær Þorleifsson 4.
Mörk Hvíta riddarans: Ágúst Björgvinsson 7, Aron Eyrbekk Gylfason 6, Elvar Magnússon 4, Daníel Þór Knútsson 4, Örn Ingi Bjarkason 3, Hilmar Ásgeirsson 2, Davíð Hlíðdal Svansson 2, Ingi Hrafn Sigurðsson 1, Böðvar Scheving Guðmundsson 1.
Varin skot: Björgvin Franz Björgvinsson 5, Smári Guðfinnsson 4.

Staðan og næstu leikir í 2. deild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -