- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Róbert verður í leikbanni á föstudaginn

Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttu. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -


Róbert Gunnarsson þjálfari karlaliðs Gróttu var úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ gær. Hann verður þar af leiðandi ekki á hliðarlínunni þegar Grótta sækir Fram heim í Lambhagahöllina í 14. umferð Olísdeildar karla á föstudaginn.


Róberti rann í skap á síðustu mínútu leiks Gróttu og Vals í 16-liða úrslitum Poweradebikar karla í handknattleik á mánudagskvöldið. Hlaut Róbert útilokun með skýrslu. Dómarar leiksins, Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson, mátu að brotið félli undir reglu 8:10 a), segir í úrskurði aganefndar sem birtur var á vef HSÍ í dag.

Pétur Árni slapp fyrir horn

Einnig tók aganefnd fyrir útilokun sem Pétur Árni Hauksson leikmaður Stjörnunnar fékk í viðureign Stjörnunnar og ÍBV í Olísdeild karla föstudaginn 6. desember. Pétur Árn slapp fyrir horn og verður þar af leiðandi gjaldgengur með Stjörnunni gegn Val í viðureign liðanna sem fram á að fara í Hekluhöll Stjörnunnar á föstudagskvöld.


Dómarar mátu brot Péturs Árna sem svo að það falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál var það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins.

Eins og fyrri daginn vekur aganefnd athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -