- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Roland gengur til liðs við Fram – verður einnig áfram með landsliðinu

Roland Eradze færir sig upp meginlandið og verður þjálfari hjá Fram. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Roland Eradze hefur verið ráðinn markvarðaþjálfari Fram mun á næsta keppnistímabili vera hluti af þjálfarateymi félagsins. Roland, sem hefur störf síðar í sumar, mun sinna aðstoðarþjálfun og markmannsþjálfun hjá meistaraflokki karla og kvenna, markmannsþjálfun yngri flokka, afreksþjálfun og öðrum verkefnum er snúa að þjálfun og uppbyggingu leikmanna, segir í tilkynningu félagsins í dag.

Roland, sem er markvarðaþjálfari A-landsliðs karla, hefur undanfarin tvö ár þjálfað markverði ÍBV.


„Það er mikill fengur fyrir Fram að fá Roland til liðs við félagið. Hann á að baki farsælan feril sem leikmaður og þjálfari. Hann er fyrrverandi landsliðsmarkmaður og á að baki rúmlega 50 landsleiki fyrir Ísland. Roland hefur á liðnum árum verið þjálfari hjá ÍBV en hefur áður þjálfað hjá Fram, Stjörnunni og FH. Þá var hann um þriggja ára skeið aðstoðarþjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor sem spilaði meðal annars í Evrópudeildinni og Meistaradeild Evrópu árin þar á undan. Roland er einnig hluti af þjálfarateymi karlalandsliðsins og mun sinna því starfi áfram,“ segir í tilkynningu handknattleiksdeildar Fram.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -