- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Roland og félagar féllu úr leik

Savukynas Gintaras þjálfari Motor Zaporozhye. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Roland Eradze og félagar hans í úkraínska meistaraliðinu Motor Zaporozhye féllu í kvöld úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Motor tapaði fyrir Mehskov Brest með sjö marka mun, 30:23, í síðari viðureign liðanna sem fram fór í Brest í Hvíta-Rússlandi. Motor vann fyrri leikinn með tveggja marka mun, 32:30. Þjálfari Motor er Savukynas Gitaras sem gerði garðinn frægan hér á landi með Aftureldingu fyrir liðlega 20 árum. Roland er hans hægri hönd.


Brest lék frábærlega í fyrri hálfleik og var með átta marka forskot að honum loknum, 16:8. Mikita Vailupau skoraði sjö mörk fyrir Brest og Stas Skube sex. Barys Pukhouski var atkvæðamestur hjá Motor með sjö mörk.
Veszprém vann Vardar með níu marka mun í síðari leik liðanna í Ungverjalandi í kvöld, 39:30, og samanlagt 80:57 í tveimur leikjum.

Vardar-liðið má muna sinn fífil fegri en það vann Meistaradeild Evrópu 2019 en orðið illilega fyrir barðinu á kórónuveirunni síðasta árið. Svíinn Andreas Nilsson skoraði sex mörk fyrir Veszprém eins og Daniil Shishkarev. Timur Dibirov og Stojance Stoilov skoruðu fimm sinnum hvor fyrir Vardar.


Franska meistaraliðið, Paris SG, vann Celje, 31:23, á heimavelli og samanlagt 68:47. Hjá PSG var Dylan Hahi ákafastur við að skora. Hann hitti netmöskvana í sex skipti og Nedim Remili í fimm skipti.

Mikkel Hansen var fjarri góðu gamni í kvöld eins og í fyrri leik liðanna. Hann hefur ekki ekki bitið úr nálinni ennþá eftir að hafa smitast af kórónuveirunni fyrir skömmu.


Matic Groselj og Kristjan Horzen skoruðu fimm mörk fyrir Celje.


Í átta liða úrslitum mætast:
Nantes – Veszprém
Kiel – PSG
Meshkov Brest – Barcelona
Aalborg – Flensburg

  • Fyrri leikir átta liða úrslita fara fram 12. maí og þeir síðari viku seinna.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -