- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Roland og félagar fögnuðu í Nantes

Savukynas Gintaras, Roland Eradze og leikmenn Motor unnu í Nantes í gær. Mynd/Motor
- Auglýsing -

Úkraínska meistararliðið Motor Zaporozhye, hvar Roland Eradze er aðstoðarþjálfari, gerði sér lítið fyrir og lagði franska liðið Nantes í Frakklandi í kvöld í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Um sannkallaðan hörkuleik var að ræða þar sem sauð á keipum. Úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndum leiksins, lokatölur, 32:31. Jafnt var að loknum fyrri hálfleik, 18:18.

Þar með komst Motor upp í fjórða sæti í B-riðli með átta stig eftir sjö leiki og er m.a. stigi á undan Kiel sem hefur auk þess leikið einum leik fleira.

Viðureign Kiel og Aalborg sem fram átti að fara í kvöld var frestað í gær eftir að smit kom upp í herbúðum Kiel. Eins hefur leik Barcelona og Veszprém sem átti að fara fram annað kvöld í Katalóníu verið slegið á frest. Tveir leikmenn Veszprém greindust smitaðir í morgun. Einnig var viðureign Celje og Zagreb frestað.

Staðan í B-riðli Meistaradeildar:
Barcelona 16(8), Veszprém 13(8), Aalborg 10(9), Motor 8(7), Kiel 7(8), Nantes 4(6), Celje 2(8), Zagreb 0(6).

Í A-riðli var einn leikur á dagskrá. Ungverska liðið Pick Szeged vann Meshkov Brest frá Hvíta-Rússlandi, 30:27, á heimavelli. Stefán Rafn Sigurmannsson var fjarri góðu gamni eins og í öllum leikjum Szeged á leiktíðinni til þessa. Hann er enn á sjúkralista.

Staðan í A-riðli Meistaradeildar:
Vive Kielce 13(8), Flensburg 11(7), Meshkov Brest 9(8), PSG 6(6), Porto 6(8), Szeged 4(6), Vardar 3(5), Elverum 2(6).

Dómararnir eru tilbúnir

Vonir standa til að einn leikur verði í A-riðli á morgun. Elverum á að fá Flensburg í heimsókn. Ekki er annað vitað en leikurinn fari fram. Í það minnsta eru dómarar leiksins, Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, mættir til leiks og búnir að fara í gegnum kórónuveirupróf sem reyndist neikvætt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -