- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Roland og Gintaras fögnuðu

Roland Eradze og Savukynas Gintaras eru á leiðinni frá Úkraínu. Um gamla mynd er að ræða. Mynd/aðsend
- Auglýsing -

Motor Zaporozhye, úkraínska meistaraliðið sem Roland Eradze er aðstoðarþjálfari hjá vann mikilvægan heimasigur í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld. Motor vann Celje Lakso, 31:29, og er nú komið með sex stig eftir jafn marga leiki og situr í fjórða sæti.
Leikurinn í Zaporozhye í kvöld var jafn og spennandi allt til enda.

Heimamenn voru marki yfir, 14:13, í hálfleik. Þeir náðu nokkrum sinnum tveggja marka forskoti en gekk illa að slíta leikmenn Celje alveg af sér. Það var ekki fyrr en á síðustu mínútunni sem heimamenn innsigluðu sigurinn með tveimur af þremur síðustu mörkum leikins og Gintaras Savukynas, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar og fleiri liða hér á landi, gat stigið sigurdans með sínum mönnum í leikslok.

Varði mikilvæg skot


Sigurinn var ekki síst að þakka Ivan Maroz, markverði liðsins sem varði mikilvæg skot á síðustu mínútum þegar Celje-menn gátu jafnað metin. Alls var hann með 38% hlutfallsmarkvörslu.
Viachaslau Bokhan skoraði sex mörk fyrir Motor og var markahæstur. Litháinn Aidenas Malasinskas var næstur með fimm. Ziga Mlakar var lang atkvæðamestur hjá Celje með níu mörk.

Flensburg var sterkara


Í A-riðli vann Flensburg ungverska liðið Pic Szeged, 26:24, á heimavelli og er enn í öðru sæti riðilsins. Stefán Rafn Sigurmannsson er enn fjarri góðu gamni hjá Szeged og fátt vitað af heilsu hans síðan í byrjun september.
Göran Johannessen skoraði sex mörk og var markahæstur hjá Flensburg. Landi hans, Jim Gottfridsson var næstu með fimm. Bogdan Radivojevic og Richardo Bodo skoruðu sex mörk hvor fyrir Szeged.

Abalo var atkvæðamikill


Í hinni viðureign kvöldsins í A-riðli vann Meshkov Brest norska liðið Elverum, 29:27. Elverum veitti hvít-rússneska liðinu harða keppni í Brest og um tíma leit út fyrir að Norðmenn næðu að krækja í annað stigið. En allt kom fyrir ekki. Viachaslau Shumak var markahæstur hjá Brest með sex mörk. Alexsander Shkurinskyi og Mikita Vailupau skoruðu fimm mörk hvor. Frakkinn Luc Abalo skoraði fimm fyrir Elverum og markahæstur. Alexander Blonz var næstu með fjögur.

Viðureign PSG og Vive Kielce sem fram átti að fara í París var slegið á frest.

Flensburg – Pick Szeged 26:24
Meshkov Brest – Elverum 29:27

Staðan í A-riðli:
Vive Kielce 13(8), Flensburg 11(7), Meshkov Brest 9(7), PSG 6(6), Porto 6(8), Vardar 3(5), Szeged 2(45), Elverum 2(6).

Motor Zaporozhye – Celje 31:29
Staðan í B-riðli:
Barcelona 16(8), Veszprém 13(8), Aalborg 10(9), Kiel 7(8), Motor 6(6), Nantes 4(5), Celje 2(8), Zagreb 0(6).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -