- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rosalega stolt af liðinu

Rut Arnfjörð Jónsdóttirr, KA/Þór. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Ég var mjög ánægð með liðið. Við vorum tilbúnar í leikinn frá upphafi. Frábær byrjun gaf okkur gott forskot sem við héldum í 45 mínútur,“ sagði Rut Arnfjörð Jónsdóttir, leikmaður KA/Þórs, í samtali við handbolta.is í kvöld eftir öruggan sigur liðsins á HK í Olísdeild kvenna í Kórnum í Kópavogi, 29:23.


„Það var áfall fyrir okkur að missa Huldu Bryndísi [Tryggvadóttur] af leikvelli snemma í síðari hálfleik. Það breytti aðeins leiknum. En við héldum áfram að leika af áræðni. Ég var bara hrikalega ánægð með liðið þótt við hefðum aðeins slakað á í lokin þá var sigurinn ekki hættu,“ sagði Rut.

Erfiðir leikir eftir

„Það er gaman að vera toppnum næstu dagana. Tveir síðustu leikir okkar í deildinni verða erfiðir gegn liðum í efri hlutanum. Ég er sátt og afar stolt af liðinu að vera á þeim stað það sem við erum á um þessar mundir,“ sagði Rut sem lék við hvern sinn fingur gegn uppeldisfélaginu.


Nærri hálfur annar áratugur er liðin síðan Rut lék með HK en hún fór ung út til Danmerkur og flutti ekki heim fyrr en á síðasta ári. Hún segir engu að síður að það hafi verið sérstakt að leika gegn HK í Kópavogi í fyrsta sinn á ferlinum þótt hennar gamli heimavöllur hafi verið Digranes og ekkert af fyrrverandi samherjum leiki enn með HK-liðinu.

Öll fjölskyldan er í HK


„Það var dásamlegt að koma hingað. Fjölskyldan var að hluta til á leiknum enda er öll fjölskyldan í HK,“ sagði Rut Arnfjörð Jónsdóttir glöð í bragi í samtali við handbolta.is eftir leikinn í Kórnum í kvöld þar sem Rut skoraði níu mörk og lagði upp sex mörk til viðbótar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -