- Auglýsing -
Mihai Popescu, markvörður rúmenska landsliðsins, lék í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Landsliðsferillinn hefur spannað rúm 24 ár.
Popescu er fertugur og lék sinn fyrsta landsleik snemma á öldinni, árið 2001. Þá var hann aðeins 16 ára gamall.
Stórsigur Sviss og Færeyjar þurfa að treysta á sig sjálfar
Rúmenía tapaði 24:23 fyrir Norður-Makedóníu í B-riðli Evrópumótsins í Danmörku kvöld og átti Popescu stórleik í sínum síðasta landsleik.
Hann varði tíu skot og var með tæplega 36% markvörslu. Var hann valinn maður leiksins fyrir frammistöðu sína.
Rúmenía átti ekki möguleika á að komast áfram í milliriðil fyrir leikinn í kvöld og lýkur leik án stiga.
- Auglýsing -


