- Auglýsing -
Hátt í 1.100 krakkar taka þátt í Skólamóti HSÍ sem haldið er í annað sinn um þessar mundir. Riðlakeppni skólamótsins á höfuðborgarsvæðinu fer fram í dag og á morgun í Víkinni og Safamýri. Úrslitakeppnin verður haldin í lok þessa mánaðar.
Rúmlega 120 lið eru skráð til leiks frá flestum skólum á höfuðborgarsvæðinu. Keppendur eru nemendur í 5. og 6. bekk.
Áætlað er að undankeppnir fari fram á landsbyggðinni á næstu vikum og sigurvegarnir mæti til leiks í úrslitakeppnina síðla í október.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af handboltafólki framtíðarinnar.
- Auglýsing -