Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik segir að formlegur undirbúningur landsliðsins fyrir HM hefjist á mánudaginn, 17. nóvember. Nokkrar landsliðskonur taka þátt í viðureign Vals og HSG Blomberg í forkeppni Evrópudeildarinnar á sunnudaginn á Hlíðarenda. Einnig verða síðustu leikir Olísdeildar kvenna á laugardaginn auk þess sem landsliðskonur úr Haukum leik með liðinu á Spáni í Evrópubikarkeppninnar sama dag.
Farið verður til Færeyja fimmtudaginn 20. nóvember og leikinn vináttuleikur tveimur dögum síðar í þjóðarhöllinni í Þórshöfn. Daginn eftir verður sameiginleg æfing með færeyska landsliðinu sem einnig er á leiðinni á heimsmeistaramótið. Til Þýskalands frá Færeyjum fer íslenska landsliðið mánudaginn 24. nóvember, tveimur dögum áður en fyrsti leikur HM fer fram, gegn Þýskalandi.
Arnar er að fara á þriðja stórmótið með landsliðinu. Hann segir tímann framundan vera skemmtilegan þar sem ekkert kemst að nema handbolti í nokkrar vikur.
Viðtal við Arnar er í myndskeiði hér fyrir ofan. Viðtalið var tekið upp áður en staðfest var að Andrea Jacobsen landsliðskona hafi slitið liðband í ökkla.
Leikir Íslands í riðlakeppni HM kvenna:
26. nóvember: Þýskaland - Ísland, kl. 17.
28. nóvember: Ísland - Serbía, kl. 19.30.
30. nóvember: Ísland - Úrúgvæ, kl. 14.30.
- Leikirnir fara fram í Porsche-Arena, Stuttgart.
- Leiktímar miðið við Ísland. Klukkan í Þýskalandi verður klukkustund á undan þegar þarna verður komið við sögu.
- Þrjú lið fara áfram í milliriðla.
- Neðsta liðið fer í keppnina um forsetabikarinn.





