Rúnar Kárason, leikmaður Ribe Esbjerg og Elvar Örn Jónsson, liðsmaður Skjern, eru á meðal markahæstu leikmanna dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik þegar flest lið hafa leikið a.m.k. tíu leiki hvert. Þrátt fyrir daufa frammistöðu liðs Ribe-Esbjerg á leiktíðinni þá hefur Rúnar leikið vel. Hann er í þriðja sæti á lista þeirra sem hafa átt flestar stoðsendingar. Rúnar á 38 stoðsendingar, 11 færri en Peter Balling liðsfélagi Ágústs Elí Björgvinssonar hjá Kolding sem er efstur á blaði.
Af Íslendingunum eru Elvar Örn og Gunnar Steinn Jónsson, samherji Rúnars, næstir á lista með 11 stoðsendingar hvor.
Markahæstu leikmenn dönsku úrvalsdeildarinnar eru:
Emil Jakobsen, GOG, 77.
Morten Hempel Jensen, TMS Ringsted, 77.
Kristian Stoklund Larsen, Fredericia Håndbold, 63.
Nikolaj Læsø, Aalborg Håndbold, 62.
Peter Balling, KIF Kolding, 62.
Bjarke Christensen, Mors-Thy, 60.
Jon Andersen, Sønderjyske, 58.
Nicolai Nygaard, Ribe-Esbjerg, 54.
Anders Eggert, Skjern Håndbold, 51.
Andreas Flodman, KIF Kolding, 51.
Andreas Væver, KIF Kolding, 51.
Tobias Torpegaard Møller, Sønderjyske, 51.
Rúnar Kárason, Ribe Esbjerg, 51.
Morten Baling, Skanderborg Håndbold, 50.
Kay Evert Smits, TTH, 49.
Elvar Örn Jónsson, Skjern Håndbold, 49.