Lærisveinar Rúnars Sigtryggssonar sóttu tvö stig í heimsókn til Melsungen í kvöld í fyrsta leik sínum í þýsku 1. deildinni á þessu ári, lokatölur, 29:28, í hörkuleik. Norski markvörðurinn Kristian Saeveras átti ekki hvað sístan hlut í sigri Leipzig. Hann varði vítakast frá Timo Kastening þegar 40 sekúndur voru til leiksloka og koma þar með í veg fyrir að metin væri jöfnuð.
Viggó Kristjánsson skoraði mörk fyrir Leipzig, þar af eitt út vítakasti. Einnig gaf hann tvær stoðsendingar.
Arnar Freyr Arnarsson átti afar góðan leik fyrir Melsungenliðið og skoraði fimm mörk auk þess að koma talsvert við sögu í vörninni. Elvar Örn Jónsson skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu.
Þetta var annar tapleikur Melsungen í röð. Liðið er í sjöunda sæti með 20 stig eftir 20 leiki. Leipzig er fjórum sætum neðar með 18 stig á auk þess leik inni.