Stórskyttan Rúnar Kárason hefur skrifað undir samning við ÍBV. Hann kemur til félagsins í sumar og hyggst leika með Eyjamönnum næstu þrjú árin. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikil styrkur koma Rúnars verður fyrir ÍBV-liðið. Hann hefur verið einn besti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð með 114 mörk í 7. sæti á lista yfir markahæstu menn og í fjórða sæti yfir þá sem eiga flestar stoðsendingar, alls 74.
Rúnar, sem er 32 ára gamall, á að baki 100 A-landsleiki. Hann lék með Fram upp yngri flokka og til ársins 2009 er hann gekk til liðs við Füchse Berlin og var þar í tvö ár. Eftir veruna hjá Füchse Berlin hefur Rúnar leikið með Bergischer HC, TV Grosswallstadt, Rhein-Neckar Löwen og Hannover-Burgdorf í Þýskalandi. Síðustu þrjú hefur Rúnar leikið með Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni.
Greint var frá komu Rúnars til ÍBV á Facebook-síðu félagsins fyrir stundu.