- Auglýsing -
Rut Arnfjörð Jónsdóttir KA/Þór og Óðinn Þór Ríkharðsson eru bestu leikmenn Olísdeilda karla og kvenna leiktíðina 2021/2022. Það er niðurstaða í kjöri leikmanna og þjálfara deildarinnar sem kynnt var í verðlaunahófi Olís- og Grill 66 deildar karla og kvenna sem fram fór í Minigarðinum í hádeginu í dag. Þetta er annað árið í röð sem Rut er valin besti leikmaður Olísdeildar kvenna. Hún var jafnframt valin mikilvægasti leikmaðurinn.
Mikilvægasti leikmaður Olísdeildar karla er Magnús Óli Magnússon leikmaður nýkrýndra Íslandsmeistara Vals.
Þjálfarar Íslands,- og deildarmeistaranna í Olísdeildunum, Snorri Steinn Guðjósson, Val, og Stefán Arnarson, Fram, voru kjörnir þjálfarar tímabilsins.
Efnilegustu leikmenn deildanna eru Benedikt Gunnar Óskarsson, Val, og Elín Klara Þorkelsdóttir úr Haukum.
Verðlaunahafar í Olísdeildum karla og kvenna 2021/2022
Olísdeild karla:
- Besti þjálfarinn: Snorri Steinn Guðjónsson – Valur.
- Mikilvægasti leikmaðurinn: Magnús Óli Magnússon – Valur.
- Besti leikmaðurinn: Óðinn Þór Ríkharðsson – KA.
- Besti varnarmaðurinn: Einar Þorsteinn Ólafsson – Valur.
- Besti sóknarmaður: Óðinn Þór Ríkharðsson – KA.
- Besti markmaður: Björgvin Páll Gústavsson – Valur.
- Efnilegasti leikmaðurinn: Benedikt Gunnar Óskarsson – Valur.
Olísdeild kvenna:
- Besti þjálfarinn: Stefán Arnarson – Fram.
- Mikilvægasti leikmaðurinn: Rut Arnfjörð Jónsdóttir – KA/Þór.
- Besti leikmaðurinn: Rut Arnfjörð Jónsdóttir – KA/Þór.
- Besti varnarmaðurinn: Sunna Jónsdóttir – ÍBV.
- Besti sóknarmaðurinn: Karen Knútsdóttir – Fram.
- Besti markmaðurinn: Hafdís Renötudóttir – Fram.
- Efnilegasti leikmaðurinn: Elín Klara Þorkelsdóttir – Haukar.
Dómarar ársins:
Anton Gylfi Pálsson.
Jónas Elíasson.
Háttvísiverðlaun HDSÍ:
Olísdeild karla: Arnór Snær Óskarsson – Valur.
Olísdeild kvenna: Karen Knútsdóttir – Fram.
- Auglýsing -