- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rut skoraði 12 mörk í níunda sigri Gróttu

Rut Bernódusdóttir í þann mund að skora eitt 12 marka sinna í dag. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Sigurjón Friðbjörn Björnsson stýrði Gróttu til sigurs í fyrsta leik sínum sem þjálfari kvennaliðs félagsins í dag þegar ungmennalið HK kom í heimsókn í Hertzhöllina til viðureignar í Grill 66-deildinni. Lokatölur voru 35:29 fyrir Gróttu sem var fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 20:15.


Rut Bernódusdóttir fór á kostum í leiknum og skoraði 12 mörk, liðlega þriðjung marka Gróttuliðsins. Grótta er í þriðja sæti deildarinnar aðeins stigi á eftir Aftureldingu og ÍR. Forystuliðin tvö hafa leikið einum leik færri en lið Seltirninga.

Katrín Anna Ásmundsdóttir á auðum sjó. Mynd/Eyjólfur Garðarsson


Rakel Dórothea Ágústsdóttir var í miklum ham og skoraði 10 mörk fyrir HK U rekur lestina í deildinni eftir að Valur U komst stigi ofar með sigri á FH fyrr í dag.


Mörk Gróttu: Rut Bernódusdóttir 12, Katrín Anna Ásmundsdóttir 9, Ída Margrét Stefánsdóttir 6, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 4, Katrín S. Thorsteinsson 2, Lilja Hrund Stefánsdóttir 2.
Varin skot: Soffía Steingrímsdóttir 9.
Mörk HK U.: Rakel Dórothea Ágústsdóttir 10, Amelía Laufey Gunnarsdóttir 6, Ágústa Rún Jónasdóttir 4, Guðbjörg Erla Steinarsdóttir 4, Jóhanna Lind Jónasdóttir 2, Sandra Rós Hjörvarsdóttir 1, Auður Katrín Jónasdóttir 1, Katrín Hekla Magnúsdóttir 1.
Varin skot: Þórfríður Arinbjarnardóttir 7.

Staðan í Grill 66-deild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -