- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rut skoraði sigurmarkið í Skógarseli

Rut Arnfjörð Jónsdóttir leikmaður Hauka og landsliðskona. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Rut Arnfjörð Jónsdóttir tryggði Haukum sigur, 26:25, gegn ÍR í 13. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í gærkvöld. ÍR-ingar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11. Töluverðar sveiflur voru í leiknum. ÍR skoraði t.d. þrjú af síðustu fjórum mörkum viðureignarinnar.


Haukar sitja einir í öðru sæti deildarinnar með 20 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Vals, en tveimur stigum ofar en Fram sem sækir ÍBV heim á morgun, laugardag. Klukkan 18 í kvöld hefst við eign Selfoss og Stjörnunnar í Sethöllinni.

ÍR er í sjötta sæti með sjö stig að loknum 13 leikjum, er stigi fyrir ofan ÍBV en þremur stigum á eftir Stjörnunni.

Forystan sveiflaðist töluvert á milli liðanna í leiknum í gær. Eins og áður sagði var ÍR yfir í hálfleik, 15:11. ÍR hafði frumkvæðið fram undir miðjan síðari hálfelik og var síðast yfir, 20:19, sautján mínútum fyrir leikslok. Haukar skoruðu fjögur mörk í röð og náðu yfirhöndinni, 20:22. Hafnarfjarðarliðið virtist vera að ná tökum á leiknum þegar Rakel Oddný Guðmunsdóttir kom fjórum mörkum yfir, 25:21, sjö og hálfri mínútu fyrir leikslok. ÍR-ingar höfðu hinsvegar ekki sagt sitt síðasta orð og sóttu hart að Haukum á endasprettinum. Allt kom þó fyrir ekki.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.


Mörk ÍR: Sylvía Sigríður Jónsdóttir 12/8, Sara Dögg Hjaltadóttir 4, Matthildur Lilja Jónsdóttir 3, Katrín Tinna Jensdóttir 2, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 2, Vaka Líf Kristinsdóttir 1, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 9/1, 30% – Ingunn María Brynjarsdóttir 4, 50%.
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 7/1, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 6/3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 4, Alexandra Líf Arnarsdóttir 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 3, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 2, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 9/1, 29% – Elísa Helga Sigurðardóttir 0.


Tölfræði HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -