- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rut sterklega orðuð við Hauka

Rut Arnfjörð Jónsdóttir er sterklega orðuð við Hauka. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ein allra fremsta handknattleikskona landsliðsins, Rut Arnfjörð Jónsdóttir, leikur hugsanlega með Haukum á næsta keppnistímabili. Forsvarsmenn Hauka eru sagðir hafa verið í viðræðum við Rut. Þetta hefur handbolti.is samkvæmt heimildum.

Rut hefur síðustu fjögur ár leikið með KA/Þór en ákvað fyrir nokkru síðan að flytja suður í sumar ásamt sambýlismanni sínum Ólafi Gústafssyni og tveimur sonum. Ólafur hefur þegar samið við uppeldisfélag sitt, FH.

Ef af verður er ljóst að koma Rutar til Hauka verður sannkallaður hvalreki. Haukaliðinu hefur vantað  örvhenta skyttu allt tímabilið eftir að Ingeborg Furunes sleit krossband í annarri umferð Olísdeildar. Auk þess kemur Rut inn í liðið með gríðarlega reynslu og mikla útsjónarsemi. 

Rut er ein reyndasta og snjallasta handknattleikskona Íslands. Hún lék í 12 ár með dönsku úrvalsdeildarliðum Team Tvis Holstebro, Randers HK,  FCM Midtjylland (nú Ikast), og Team Esbjerg. Lék hún með liðunum í Evrópukeppni og varð m.a. Evrópumeistari félagsliða 2012 með  Team Tvis Holstebro. Rut hefur leikið 113 landsleiki og skoraði í þeim 243 mörk. 

Rut fæddi son í nóvember og lék þar af leiðandi ekkert með KA/Þór í vetur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -