- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sádi Arabar sagðir bjóða Hansen risasamning

Danski handknattleiksmaðurinn Mikkel Hansen. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Uppfært 25. júlí kl. 18.30: Fullyrt er sólarhring eftir að neðangreind frétt var skrifuð að ekki sé flugufótur fyrir henni.

Túníski blaðamaðurinn Ramzi Ben Taher segir frá því á Twittersíðu sinni að sádi arabískt félagslið hafi boðið danska landsliðsmanninum Mikkel Hansen risasamnig, sex milljónir dollara, jafnvirði 790 milljóna króna.

Taher hefur fréttina samkvæmt heimildum en ekki kemur fram hvaða félag á í hlut né til hversu langs tíma þessi meinti samningur er. Danski handknattleikmaðurinn Rasmus Boysen vekur athygli á færslu Taher á samfélagsmiðlum í kvöld. Færsla Taher er hér rétt fyrir neðan.

Fáheyrð upphæð

Í heimi alþjóðlegs handknattleiks er um fáheyrða upphæð að ræða. Ekki er langt síðan þess var minnst að áratugur væri liðinn síðan PSG keypti Nikola Karabatic undan samningi við Barcelona fyrir eina milljóna evra, um 150 milljónir króna.

Færa sig upp á skaftið

Sádi Arabar hafa verið að færa sig hressilega upp á skaftið á undanförnum misserum og slegið hressilega um sig við kaup á knattspyrnufélögum og knattspyrnumönnum svo ekki sé minnst á nánast uppkaup á heilu golfmótaröðunum, svo dæmi sé tekið. Í þeim tilfellum er um margfalt hærri upphæðir að ræða en í meintu tilboði til Hansen.

Gomes fær vel borgað

Svo virðist sem Sádi Arabar séu að farnir að gefa handknattleik aukinn gaum. Í síðustu viku samdi Portúgalinn Andre Gomez við Al Safa í Sádi Arabíu eftir að hafa verið snarlega leystur undan samningi hjá þýska liðinu Melsungen. Samningur Gomez við Al Safa er sagður vera metinn frá 600 til 900 þúsund evrur fyrir árið eða frá 90 til 135 milljónir króna og er einn verðmætasti samningur sem gerður hefur verið við handknattleiksmann.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -