- Auglýsing -
Svíþjóðarmeistarar Skara HF og IK Säveho,f sem hafa innan sinna raða íslenskar handknattleikskonur, unnu leiki sína sína í dag í riðlakeppni fyrsta stigs sænsku bikarkeppninnar. Liðin eru komin áfram í 16-liða úrslit keppninnar sem fram verður haldið í haust.
Konur:
AIK – Skara HF 20:27 (10:14).
- Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði 3 mörk fyrir Skara og Lena Margrét Valdimarsdóttir eitt.
- Skara vann allar þrjár viðureignir sínar í riðli eitt og er komið í 16-liða úrslit bikarkeppninnar.

IK Sävehof – Alingsås 33:26 (15:15).
- Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Sävehof.
- IK Sävehof vann allar þrjár viðureignir sínar í riðli tvö og er komið í 16-liða úrslit bikarkeppninnar.
Kroppskultur – Kristianstad 27:38 (19:19).
- Berta Rut Harðardóttir var ekki með Kristianstad.
- Kristianstad vann allar þrjár viðureignir sínar í riðli sjö og er komið í 16-liða úrslit bikarkeppninnar.
Karlar:
Amo HK – Linköping 36:29 (18:17).
- Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði tvö mörk fyrir Amo HK.
- Amo HK hefur unnið tvo fyrstu leiki sína og er öruggt um sæti í 16-liða úrslitum. Liðið á eftir leik við Drott í næstu viku.
IFK Kristianstad – Varberg 31:23 (18:11).
- Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði þrjú mörk fyrir IFK Kristianstad.
- Þetta var fyrsti leikur IFK af þremur í riðli 2 í keppninni.
Huddinge – Sävehof 26:29 (16:16).
- Birgir Steinn Jónsson skoraði tvö mörk fyrir IK Sävehof.
- IK Sävehof hefur unnið annan af tveimur fyrstu leikjum sínum í 6. riðli og stendur vel að vígi í keppni um sæti í 16-liða úrslitum.
- Auglýsing -