- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sami fjöldi dómara og í fyrra – lítið má út af bera

Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA, sem hér ræðir við Ramunas Mikalonis dómarar heldur áfram þjálfun karlaliðs KA. Mynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net
- Auglýsing -

Alls eru 36 dómarar á lista yfir þá sem dæma kappleiki Olís- og Grill66-deildum karla og kvenna á keppnistímabilinu sem hófst á dögunum. Sömu dómarar dæma einnig leikina í Coca Colabikarkeppninni á keppnistímabilinu. Þetta er nánast sami fjöldi og á síðasta keppnistímabili þótt örlitlar mannabreytingar hafi orðið. M.a. nefna að bræðurnir Sigurgeir M. Sigurgeirsson og Ægir Örn Sigurgeirsson dæma ekki á leiktíðinni eftir að hafa verið í eldlínunni síðustu ár.


Af nýjum dómurum má m.a. nefna Vilhelm Gauta Bergsveinsson fyrrverandi leikmann og þjálfara HK. Hann dæmir með félaga sínum úr HK, Ólafi Víði Ólafssyni, sem á síðasta keppnistímabili dæmdi með Hákoni Bridde. Hákon tekur sér hvíld frá flautunni.

Sigurður Hjörtur Þrastarson, dómari. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


Eins og á síðasta keppnistímabili eru aðeins tvær konur virkar í dómgæslu, Ellen Karlsdóttir og Hekla Daðadóttir.


Eftirlitsmenn er 13, einum fleiri en á síðasta keppnistímabili. Þar er sama sagan og með dómarana. Konur eru í miklum minnihluta.


Magnús Kári Jónsson starfsmaður dómaranefndar sagði við handbolta.is að verulegur skortur væri á dómurum. Nánast ekkert megi koma upp á í þeirra hópi svo að leikjadagskrá Íslandsmótsins komist ekki í uppnám. Mikið álag væri á fámennum hópi fólks. Brýn þörf væri fyrir að fleiri gefi kost á sér til starfa af báðum kynjum. Talsverð fjölgun hefur verið á meðal kvendómara víða um Evrópu á síðustu árum. Því miður hefur sú þróun ekki átt sér stað hér á landi.
Skorturinn á dómurum snýr ekki síst að félögunum, bæði beint og óbeint.

Gunnar Óli Gústafsson og Bjarki Bóasson, handknattleiksdómar. Mynd/Facebook

Dómarapör keppnistímabilsins:
Anton Gylfi Pálsson/Jónas Elíasson.
Arnór Jón Sigurðsson/Magnús Ólafur Björnsson.
Aron Daði Hauksson/Guðbjörn Ólafsson.
Árni Snær Magnússon/Þorvar Bjarmi Harðarson.
Bjarki Bóasson/Gunnar Óli Gústafsson.
Bjarni Viggósson/Jón Karl Björnsson.
Bóas Börkur Bóasson/Hörður Aðalsteinsson.
Ellen Karlsdóttir/Hekla Daðadóttir.
Eyþór Jónsson/Leó Snær Róbertsson.
Hallgrímur Jónasson/Vilbergur Flóvent Sverrisson.
Heimir Örn Árnason/Magnús Kári Jónsson.
Ingvar Guðjónsson/Sigurjón Þórðarson.
Ólafur Víðir Ólafsson/Vilhelm Gauti Bergsveinsson.
Ramunas Mikalonis/Þorleifur Árni Björnsson.
Sigurður Hjörtur Þrastarson/Svavar Ólafur Pétursson
Siguróli Magni Sigurðsson/Sævar Árnason.

Óparaðir dómarar:
Ómar Örn Jónsson, Árni Þór Þorvaldsson, Patrick Maximilian Rittmüller, Ricardo Xavier.

Eftirlitsmenn:
Einar Sveinsson, Gísli H. Jóhannsson, Guðjón L. Sigurðsson, Hlynur Leifsson, Jóhannes Runólfsson, Kristján Halldórsson, Kristján Gaukur Kristjánsson, Kristín Aðalsteinsdóttir, Ólafur Örn Haraldsson, Reynir Stefánsson, Sigurður Egill Þorvaldsson, Sindri Ólafsson, Valgeir Egill Ómarsson.

Ólafur Örn Haraldsson fyrrverandi dómari og nú eftirlitsmaður. Á bak við hann bera Magnús Kári Jónsson og Heimir Örn Árnason saman bækur sínar. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -