Nýr samningur á milli Barcelona og Arons Pálmarssonar er sagður liggja á borðinu tilbúinn til undirritunar. Núverandi samningur Arons við spænska stórveldið rennur út um mitt þetta ár, eftir því sem næst verður komist.
Frá þessu mun hafa verið greint í héraðsútvarpsstöðinni Catalunya Radio fyrir helgina eftir því sem fram kemur á twittersíðu danska handknattleiksmannsins Rasmus Boysen sem oft er vitnað til og ekki að ástæðulausu.
Hvenær eða hvort skrifað verður undir samninginn sem liggur á borðinu hjá Barcelona vita fáir. Fráfarandi forseti Barcelona var handtekinn á dögunum og innandyra hjá félaginu virðist um þessar mundir vera þörf á að greiða úr verri flækjum en þeirri að ganga frá nýjum samningi við Aron.
Aron kom til Barcelona haustið 2017 efir tveggja ára veru hjá Veszprém í Ungverjalandi. Hann hefur reynst sigursæll hjá Barcelona eins og hjá öðrum félagsliðum sem hann hefur leikið með eftir að hann hleypti heimdraganum frá FH sumarið 2009.
According to unconfirmed information of @CatalunyaRadio the Icelandic playmaker Aron Pálmarsson has agreed to extend his contract with FC Barcelona.
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) March 1, 2021
The agreement is pending the signature of the incoming president.
The current contract of Palmarsson expires this summer. https://t.co/pB6c1O8MaK