- Auglýsing -
- Auglýsing -

Samúel tekur við þjálfun HK og hefur Sigurjón með sér

Samúel Ívar Árnason t.v. nýr þjálfari kvennaliðs HK, Guðjón Björnsson formaður, og Sigurjón Friðbjörn Björnsson, aðstoðarþjálfari. Mynd/HK

Samúel Ívar Árnason hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá HK. Hann hefur skrifað undir samning til þriggja ára. Honum til aðstoðar verður Sigurjón Friðbjörn Björnsson sem síðast þjálfaði kvennalið Stjörnunnar með Rakel Dögg Bragadóttir en sagði starfi sínu lausu snemma á árs eftir að Rakel Dögg hætti.


Samúel Ívar þjálfaði karlalið HK leiktíðina 2013/2014 og lék með liðinu um fimm ára skeið. Hann var m.a. í sigurliði HK í bikarkeppninni 2003 þegar félagið vann sinn fyrsta stóra titil í meistaraflokki í handknattleik undir stjórn Árna Stefánssonar, föður Samúels Ívars.


Samúel Ívar þjálfaði um árabil í Noregi, m.a. kvennalið Fjellhamar og karla og kvennalið Kolbotn.


Sigurjón Friðbjörn gekk fyrst til liðs við HK sem leikmaður árið 2010 og spilaði hann með félaginu í tvö ár og var einráður í hægra horninu í liðinu sem vann fyrsta Íslandsmeistaratitil HK í meistaraflokki í handbolta árið 2012. Sigurjón Friðbjörn kom aftur til HK árið 2017 og lék eitt tímabil þá sem leikmaður og þjálfari yngri flokka.


Auk starfa sinn við þjálfun hjá Stjörnunni hefur Sigurjón Friðbjörn þjálfað kvennalið ÍR og Fjölnis og komið að þjálfun yngri landsliða kvenna.


Arnar Gunnarsson tók tímabundið þjálfun kvennalið HK í lok mars eftir að Halldór Harri Kristjánsson var leystur frá störfum. Arnar og Samúel Ívar eru bræður.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -