- Auglýsing -
-Auglýsing-

Sandra er markahæst – Þórey Rósa leikjahæst

- Auglýsing -

Sandra Erlingsdóttir, núverandi fyrirliði kvennalandsliðsins, er markahæsti leikmaður Íslands á heimsmeistaramóti. Hún skoraði 34 mörk á HM 2023 og komst upp fyrir Karen Knútsdóttur sem skoraði 28 mörk fyrir íslenska landsliðið á HM 2011 í Brasilíu. Í öðru sæti er Þórey Rósa Stefánsdóttir með 31 mark. Hún fór upp fyrir Karen með fimm mörkum í síðasta leik íslenska landsliðsins á HM 2023, 30:28, sigur á Kongó í úrslitaviðureign um forsetabikarinn góða.


Þórey Rósa er jafnframt leikjahæsti leikmaður Íslands á HM með 13 leiki. Þórey Rósa er þangað til í dag eina íslenska handknattleikskonan sem tekið hefur þátt í tveimur heimsmeistaramótum. Hún var sú eina úr HM-hópnum 2023 sem var með á fyrsta heimsmeistaramótinu sem Ísland tók þátt árið 2011 í Brasilíu.

Þórey Rósa Stefánsdóttir er leikjahæst íslenskra handknattleikskvenna á HM. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Markahæstar (fjöldi leikja er innan sviga):

Sandra Erlingsdóttir, 34 mörk (7).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, 31 mark (13).
Karen Knútsdóttir, 28 mörk (6).
Thea Imani Sturludóttir, 27 mörk (7).
Hrafnhildur Skúladóttir, 25 mörk (6).
Perla Ruth Albertsdóttir, 22 mörk (7).
Stella Sigurðardóttir, 22 mörk (6).
Elín Rósa Magnúsdóttir, 20 mörk (7).
Dagný Skúladóttir, 17 mörk (6).
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, 17 mörk (7).
Díana Dögg Magnúsdóttir, 14 mörk (7).
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, 14 mörk (6).
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, 12 mörk (6)
Hildigunnur Einarsdóttir, 11 mörk (7).
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, 11 mörk (6).


Viðureign Íslands og Þýskalands á heimsmeistaramótinu hefst klukkan 17 í Porshe Arena í Stuttgart og verður fylgst með henni á handbolti.is.

HM kvenna ”25 – dagskrá, riðlakeppni

Landslið Íslands á HM kvenna 2025

A-landslið kvenna – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -