- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sandra og Díana stóðu í ströngu í Þýskalandi

Sandra Erlingsdóttir landsliðskona og leikmaður TuS Metzingen. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Landsliðskonurnar Díana Dögg Magnúsdóttir og Sandra Erlingsdóttir léku af fullum krafti með liðum sínum í gær þegar keppni hófst á ný í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Sandra og samherjar í TuS Metzingen unnu frábæran sigur á Borussia Dortmund, 25:24, á útivelli hvar sigurmarkið var skorað þegar tvær mínútur voru til leiksloka.

Díana Dögg og liðsmenn BSV Sachsen Zwickau töpuðu á heimavelli fyrir Thüringer HC, 28:23, en aðeins var tveggja marka munur á liðunum þegar tvær og hálf mínúta var til leiksloka.


Sandra skoraði þrjú mörk og átti tvær stoðsendingar fyrir TuS Metzingen auk þess að vera einu sinni vikið af leikvelli. Naina Klein var markahæst með fimm mörk. TuS Metzingen er í sjötta sæti með sex stig eftir fimm leiki. Dortmund er tveimur stigum ofar í þriðja sæti.

Emma skoraði fjögur

TuS Metzingen var með tveggja marka forskot þegar leiktíminn var hálfnaður, 17:15. Talsvert hægði á leiknum í síðari hálfleik.

Emma Olsson fyrrverandi leikmaður Fram og Íslandsmeistari 2022 með liðinu skoraði fjögur mörk fyrir Dortmund. Hún átti einnig tvær stoðsendingar. Anna Lena Hausherr var markahæst hjá Dortmund með fimm mörk.

Þrjú mörk – fimm stoðsendingar

Díana Dögg fyrirliði liðsmanna BSV Sachsen Zwickau skoraði þrjú mörk og átti fimm stoðsendingar í leiknum við Thüringer HC á heimavelli. Henni var einnig vikið af leikvelli einu sinni en bætti það upp með því að vinna einn mótherja af vellinum.

Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona og leikmaður BSV Sachsen Zwickau. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

BSV Sachsen Zwickau, var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:12. Liðið situr í 11. sæti með tvö stig eftir fimm viðureignir. Thüringer HC stökk upp í 5. sæti deildarinnar með sigrinum í Zwickau í gær.

Vika í næstu leiki

Eftir viku mætir TuS Metzingen liði Buxtehuder SV á heimavelli sínum í suður Þýskalandi en meðan BSV Sachsen Zwickau sækir botnlið Sport-Union Neckarsulm heim.

Stöðuna í þýsku 1. deildinni í kvennaflokki og í fleiri deildum Evrópu er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -