- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sandra og samherjar réðu ekki við Oldenburg

Sandra Erlingsdóttir í leik með Metzingen. Mynd/Metzingen
- Auglýsing -

TuS Metzingen, liðið sem Sandra Erlingsdóttir landsliðskona í handknattleik leikur með, tapaði fyrir VfL Oldenburg í bronsleik þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í dag, 30:26. Leikið var Porsche-Arena í Stuttgart.


Sandra skoraði þrjú mörk og átti tvær stoðsendingar. Hún er ein örfárra íslenskra handknattleikskvenna sem hefur komist í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar með félagsliði sínu.


TuS Metzingen var ívið sterkara liðið í fyrri hálfleik og var marki yfir að honum loknum, 15:14. Vopnin snerust í höndum leikmanna liðsins, einkum framan af síðari hálfleik. Oldenburg var þremur mörkum yfir, 21:18, eftir 16 mínútur. Oldenburg hélt forskotinu til leiksloka og tókst heldur að bæta við það.


Síðar í dag mætast Bietigheim og Bensheim/Auerbach í úrslitaleik bikarkeppninnar. Bietigheim getur unnið bikarkeppnina þriðja árið í röð.

Tveir landsleikir framundan

Næst á dagskrá hjá Söndru er að fara heim til Íslands og taka þátt í undirbúningi og síðar þátttöku landsliðsins í umspilsleikjum við Ungverja um keppnisrétt á heimsmeistaramótinu. Fyrri leikurinn verður á Ásvöllum á laugardaginn en sá síðari í Ungverjalandi fjórum dögum síðar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -