- Auglýsing -
Sandra Erlingsdóttir, landsliðskona í handknattleik, var í kvöld valin besti leikmaður danska 1. deildarliðsins EH Aalborg á nýliðinni leik. Þetta er annað árið í röð sem Sandra hreppir hnossið en hún kveður nú félagið eftir tveggja ára dvöl. Ljóst er að hennar verður sárt saknað enda leikið einstaklega vel fyrir liðið sem hefur verið í toppbaráttu bæði árinu.
Kveðjuhóf var haldið hjá félaginu í kvöld þar sem leikmenn, þjálfarar og stjórnendur komu saman og gerðu upp tímabilið á léttum nótum. Um leið voru veittar viðurkenningar fyrir keppnistímabilið sem er að baki. Áður hafði Sandra verið leyst út með glaðning eftir síðasta leik sinn fyrir félagið sem fram fór í síðasta mánuði og var hluti af bikarkeppninni sem fram verður haldið í haust.
Sandra flytur sig um set í sumar og gengur til liðs við þýska efstudeildarliðið Metzingen. Hún samdi við Metzingen í mars en liðið hafnaði í fimmta sæti þýsku deildarinnar sem lauk á dögunum.
Ekki verður EH Aalborg lengi án íslenskrar landsliðskonu því í síðasta mánuði samdi Andrea Jacobsen við félagið. Verður hún liðsmaður Álaborgarliðsins frá og með næsta keppnistímabili.
- Auglýsing -