- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Sannfærandi sigur Fram á Selfossi

- Auglýsing -

Þótt ekki munaði nema tveimur mörkum þegar upp var staðið í Sethöllinni í kvöld þá var sigur Fram á Selfossi öruggari en lokatölurnar gefa til kynna, 29:27. Staðan var 16:13 að fyrri hálfleik loknum.

Selfoss er í sjöunda sæti deildarinnar með tvö stig eftir átta leiki. Fram er ásamt Haukum í næstu sætum fyrir ofan með sjö stig. Tvö neðstu liðin, Selfoss og Stjarnan, halda áfram að dragast aftur úr öðrum liðum deildarinnar.


Strax í upphafi síðari hálfleiks tók Fram-liðið öll völd á leikvellinum og hafði lengst af fimm til sex marka forskot. Selfoss-liðinu tókst að minnka muninn á lokakaflanum en aldrei að ógna þeirri staðreynd að Fram færi með bæði stigin heim í Úlfarsárdal.

Ethel Gyða Bjarnasen átti frábæran leik í marki Fram. Hún átti ekki síst þátt í því forskoti sem Fram náði ásamt Dagmar Guðrúnu Pálsdóttur sem var með fullkomna nýtingu og átta mörk. Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín skoraði einnig átta mörk og lagði grunn að fleiri mörkum.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.


Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 6/5, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 5, Hulda Hrönn Bragadóttir 5, Eva Lind Tyrfingsdóttir 5, Mia Kristin Syverud 4, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 2.
Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 9/1, 26,5% – Sara Xiao Reykdal 0.

Mörk Fram: Dagmar Guðrún Pálsdóttir 8, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 8, Harpa María Friðgeirsdóttir 5, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3/1, Hulda Dagsdóttir 2/1, Ásdís Guðmundsdóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 16, 42,1% – Arna Sif Jónsdóttir 0.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -