- Auglýsing -
Elmar Erlingsson var í sigurliði Nordhorn-Lingen á heimavelli í kvöld þegar liðið lagði Bayer Dormagen, 30:27, í síðasta leik 3. umferðar þýsku 2. deildarinnar í handknattleik. Nordhorn er í fimmta til sjöunda sæti deildarinnar með fjögur stig eftir þrjá leiki eins og Balingen-Weilstetten og Dessau-Rosslauer HV 06.
Elmar skoraði þrjú mörk og átti eina línusendingu, eftir því sem næst verður komist.
Næsti leikur Nordhorn-Lingen verður við Dessau-Rosslauer HV 06 á sunnudaginn í Anhalt-Arena í Dessau.
Stöðuna í þýsku 2. deildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks þar sem Íslendingar kom við sögu er að finna hér.