- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sannfærandi Svíar hrepptu fimmta sætið

Sænska landsliðið endaði í fimmta sæti á EM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Svíþjóð hreppti fimmta sætið á Evrópumóti kvenna í handknattleik með því að leggja hollenska landsliðið í úrslitaleik, 37:32, um sætið í Arena Stožice í Ljubljana í dag. Svíar voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi. Í hálfleik munaði fimm mörkum, 21:16.


Leikurinn var upp á lítið annað en stoltið. Fyrirfram var ljóst að bæði lið voru örugg um sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í desember á næsta ári. Svíar verða gestgjafar HM ásamt Dönum og Svíum auk þess sem Frakkland, Holland og Svartfjallaland tryggja sér farseðlana þrjá sem eru á EM inn á HM í desember á næsta ári.


Eins og úrslitin benda til þá réði sóknarleikurinn ríkjum frá upphafi til enda á kostnað varnarleiks og markvörslu. Hollendingar byrjuðu leikinn illa og náðu aldrei að bíta úr nálinni með það. Sænska landsliðið hélt sig í hæfilegri fjarlægð frá andstæðingnum allt til enda.


Síðar í dag, kl. 16.45, mætast Danmörk og Svartfjallaland í undanúrslitum og í kvöld, kl.19.30, eigast við stórveldin í alþjóðlegum kvennahandknattleik, Frakkland og Noregur, við í hinni viðureign undanúrslita.

Mörk Svíþjóðar: Nathalie Hagman 9, Jenny Carlson 7, Jamina Roberts 6, Emma Lindqvist 5, Elin Hanson 3, Clara Petersson 2, Linn Blohm 2, Kristín Þorleifsdóttir 1, Anna Lagerquist 1, Carin Strömberg 1,
Varin skot: Jessica Ryde 11, 31% – Johanna Bundsen 1, 12,5%.
Mörk Hollands: Angela Malestein 5, Merel Freriks 5, Kelly Dulfer 5, Zoe Sprengers 4, Estvana Polman 4, Debbie Bont 3, Dione Housheer 2, Laura van der Heijden 2, Yara ten Holte 1, Bo van Wetering 1.
Varin skot: Yara ten Holte 6, 19% – Rinka Duijndam 4, 27%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -