- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Sara Dögg best í 9. umferð – Selfoss á þrjár í liði umferðarinnar

- Auglýsing -

Sara Dögg Hjaltadóttir úr ÍR er í fimmta sinn í úrvalsliði umferðarinnar hjá Handboltahöllinni en sérfræðingar þáttarins völdu að vanda lið umferðinnar í síðasta þætti á mánudag þegar 9. umferð Olísdeildar kvenna var gerð upp. Sara Dögg var auk þess leikmaður umferðarinnar í þriðja sinn á keppnistímabilinu.


Selfoss, sem lagði KA í KA-heimilinu síðasta laugardag á í fyrsta sinn þrjá leikmenn í úrvalsliði umferðarinnar að þessu sinni.

Grétar Áki Andersen þjálfari ÍR er valinn þjálfari umferðarinnar í þriðja sinn. ÍR-ingar unnu Val í 9. umferð og sitja ásamt Val og ÍBV í efstu sætum deildar með 14 stig þegar hlé hefur verið gert á keppni í Olísdeild kvenna fram undir miðjan desember.

Lið 9. umferðar Olísdeildar kvenna:

Hægra horn: Alexandra Ósk Viktorsdóttir, ÍBV, 3*.

Hægri skytta: Mia Kristin Syverud, Selfossi, 2*.

Miðjumaður: Sara Dögg Hjaltadóttir, ÍR, 5*.

Vinstri skytta: Hulda Hrönn Bragadóttir, Selfossi.

Vinsta horn: Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir, Val, 3*.

Línumaður: Ásdís Guðmundsdóttir, Fram.

Markvörður: Amalia Frøland, ÍBV, 3*.

Varnarmaður: Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir, Selfossi.


Þjálfari umferðarinnar: Grétar Áki Andersen, ÍR, 3*.

(*Hversu oft í liði umferðarinnar)

Leikmaður 8. umferðar: Sara Dögg Hjaltadóttir, ÍR, 3*.

(*Hversu oft í valin leikmaður umferðarinnar)

Sara Dögg er langmarkahæst í Olísdeildinni

Sandra hefur gefið flestar stoðsendingar

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -