- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sara Dögg markahæst – toppbaráttan harðnar

Sara Dögg Hjaltadóttir lék afar vel fyrir Gjerpen HK Skien í dag þegar liðið vann Grane Arendal, 34:26, á heimavelli í Skienshallen í norsku 1. deildinni í handknattleik. Sara Dögg var markahæst í Gjerpen-liðinu með átta mörk, þar af eitt úr vítakasti.


Gjerpen HK Skien var með fimm marka forskot, 15:10, þegar fyrri hálfleik var lokið.


Með sigrinum halda Sara Dögg og samherjar uppi pressu á Íslendingaliðið Volda sem leikur á morgun við Haslum á útivelli. Haslum er þriðja sæti fjórum stigum á eftir Volda og Gjerpen


Volda og Gjerpen HK Skien eru jöfn að stigum um þessar mundir, hvort lið hefur 31 stig. Volda á leik til góða og stendur ennfremur betur í innbyrðis leikjum. Eitt lið fer beint upp í úrvalsdeildina í vor.


Þegar Volda hefur lokið leik sínum á morgun verða aðeins tvær umferðir eftir í 1. deildinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -