- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sara Dögg semur við ÍR til þriggja ára – kveður Val

Sara Dögg Hjaltadóttir leikur áfram með ÍR. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Handknattleikskonan Sara Dögg Hjaltadóttir hefur ákveðið að segja skilið við Val og ganga til liðs við ÍR. Hún var lánuð til ÍR frá Val fyrir nýliðið keppnistímabil. Nú þegar samningurinn við Val er á enda runninn er Sara Dögg ákveðin í að skjóta rótum hjá ÍR. Af því tilefni hefur hún skrifað undir þriggja ára samning við ÍR.

Sara Dögg var í stóru og mikilvægu hlutverki hjá ÍR í Olísdeildinni í vetur. Hún skoraði m.a. 76 mörk í 15 leikjum ÍR, sem kom upp úr Grill 66-deildinni fyrir ári, hafnaði í 5. sæti Olísdeildar í vetur og lék í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Einnig komst ÍR alla leið í undanúrslit í Poweradebikarnum.

Sara Dögg lék með Fjölni upp í meistaraflokk en bjó í Noregi um nokkurra ára skeið. Í Noregi lék hún með Volda og Gjerpen uns hún flutti heim fyrir tveimur árum og samdi við Val. Sara Dögg var í meistaraliði Vals fyrir ári.

Smellpassaði í hópinn

„Það eru miklar gleðifréttir að Sara Dögg verði áfram í okkar leikmannahóp. Hún kom til okkar síðasta sumar og hefur smellpassað inn í leikmannahópinn bæði innan og utan vallar,“ er haft eftir Sólveigu Láru Kjærnested þjálfara ÍR í tilkynningu frá félaginu í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -