- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sara Katrín heldur áfram með HK

Sara Katrín Gunnarsdóttir og félagar í HK taka á móti Aftureldingu áí 1. umferð UMSK-mótsins. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Handknattleikskonan Sara Katrín Gunnarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við HK. Sara er uppalinn HK-ingur og hefur þar af leiðandi leikið upp yngri flokka félagsins. Hún var í vaxandi hlutverki í meistaraflokksliði félagsins í Olísdeildinni á síðustu leiktíð.


Sara Katrín var markadrottning Grill 66 deildar kvenna tímabilið 2020-2021 þar sem hún spilaði með HK U. Sara hefur einnig spilað með yngri landsliðum Íslands auk þess að spila með meistraflokki félagsins. Síðast var hún í U19 ára landsliðinu sem lék í B-hluta Evrópumótsins á síðasta sumri.


„Það er afar ánægjulegt að Sara verði áfram í herbúðum HK en við lítum á hana sem lykilkonu í uppbyggingu félagsins á komandi árum. Við hlökkum til að fylgjast með þessari markadrottningu blómstra í HK-treyjunni,“ segir m.a. í tilkynnigu frá handknattleiksdeild HK.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -